RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Sparisjóðurinn: Fólki  ráðið frá því að taka út seðla til geymslu
Fimmtudagur 9. október 2008 kl. 10:31

Sparisjóðurinn: Fólki ráðið frá því að taka út seðla til geymslu

Sparisjóðurinn í Keflavík heldur úti hefðbundinni starfsemi þrátt fyrir hremmingar vikunnar. Allar afgreiðslur eru opnar svo og heimabanki og hraðbanki. Áhrifa frá útlöndum gætir ekki á rekstur sparisjóðsins eins og á stóru bankana og mun hann áfram sinna þörfum sinna viðskiptavina, segir Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík.


Aðspurður um þá staðreynd að fólk streymi í banka og sparisjóði til að taka út innistæður sínar segir Baldur:
„Margítrekað hefur verið að innlán séu trygg og fólki er ráðið frá að taka út seðla til geymslu annars staðar en á reikningum. Í því felst mikið óöryggi, vaxtatap og hugsanlegt eignatap því innstæðutrygging nær ekki til seðlaeignar. Allar innstæður á reikningum Sparisjóðsins falla undir umrætt tryggingarákvæði hvort sem það heitir Peningamarkaðsreikningur eða Framtíðarsjóður. Allt eru þetta reikningar sem njóta fullrar ábyrgðar og örugga vexti“.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025