Sparisjóðsstjóraskipti í Keflavík
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, lét formlega af störfum nú um mánaðamótin. Við starfinu tók Angantýr V. Jónasson sem hefur síðustu misseri gengt starfi svæðisstjóra Sparisjóðsins í Keflavík á Vestfjörðum.
Tilkynnt var um þessa breytingu á aðalfundi Sparisjóðsins í apríl. Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Vestfirðinga sameinuðust í árslok 2007 og lét Angantýr þá af störfum sem sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Vestfirðinga og tók við starfi svæðisstjóra.
Geirmundur mun starfa áfram hjá Sparsjóðnum næstu vikur, samhliða nýjum Sparisjóðsstjóra. Hann hefur starfað samfleytt hjá Sparisjóðnum í Keflavík í 44 ár, eða frá árinu 1965.
---
VFmynd/Geirmundir Kristinsson.