Sparisjóðnum verði breytt í hlutafélag
Tillaga frá stjórn Sparisjóðsins í Keflavík um að breyta stofnuninni í hlutafélag liggur fyrir aðalfundi sem hófst kl. 17 í Eldborg í Svartsengi í Grindavík. Í ályktun er lagt til að stjórn Sparisjóðsins vinni að því að öll skilyrði laga um breytingu Sparisjóðsins í hlutafélag verði uppfyllt, þ.á.m. að stofna sérstakt hlutafélag, fela óháðum aðila að meta markaðsvirði stofnunarinnar og undirbúa stofnun sjálfseignarstofnunar sem við hugsanlega breytingu verður eigandi þess hlutastofnfjár sem ekki gengur til stofnfjáreigenda.
Undirbúningi og endanlegri tillögugerð skal lokið eigi síðar en 1. okt. nk. og skal sparisjóðsstjórn þá boða til aukafundar skv. 20 gr. samþykkta sjóðsins, er taki afstöðu til breytingu sparisjóðsins í hlutafélag.
Þessa stundina er Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri að lesa skýrslu sína frá starfsárinu. Við munum birta ræðu hans hér á netinu þegar henni lýkur.
Undirbúningi og endanlegri tillögugerð skal lokið eigi síðar en 1. okt. nk. og skal sparisjóðsstjórn þá boða til aukafundar skv. 20 gr. samþykkta sjóðsins, er taki afstöðu til breytingu sparisjóðsins í hlutafélag.
Þessa stundina er Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri að lesa skýrslu sína frá starfsárinu. Við munum birta ræðu hans hér á netinu þegar henni lýkur.