Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spánverjar og Pólverjar sækja til Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 27. júní 2017 kl. 18:16

Spánverjar og Pólverjar sækja til Reykjanesbæjar

- Íslendingar þó fjölmennastir í hópi nýrra bæjarbúa

Samtals hafa 727 einstaklingar flust til Reykjanesbæjar það sem af er ári. Fjölmennasti hópurinn eru Íslendingar, þá Spánverjar og Pólverjar. Alls flutti til bæjarins fólk af 26 þjóðernum. Hlutfall íbúa af erlendum uppruna er 16% í Reykjanesbæ. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.
 
Íbúar í Reykjanesbæ voru 1075 fleiri í lok maí á þessu ár en í maí árið 2016. Það er fjölgun um 6,4% að því er fram kemur í tölum frá Hagdeild Reykjanesbæjar. 
 
Af þeim sem flust hafa til bæjarins á þessu ári eru flestir einstaklingar eða 28,6%. Annar fjölmennasti hópurinn eru fjögurra manna fjölskyldur, samtals 23,9%, þá hjón/pör, þriggja manna fjölskyldur, fimm, sjö og sex manna fjölskyldur. 
 
Stærsti hópurinn er á aldursbilinu 20 – 29 ára, þá börn innan við 9 ára aldurinn, einstaklingar 30 – 39 ára og 40 - 49 ára. Jafnt er í hópnum 10 – 19 ára og 50 – 59 ára og minna í öðrum aldurshópum. Fæstir eru á bilinu 70 – 79 ára og enginn 90 ára eða eldri. 
 
Af samtals 727 nýjum íbúum eru 409 karlkyns og 318 kvenkyns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024