Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. febrúar 2003 kl. 08:52

Spáir hlýnandi

Veðurstofan spáir norðlægri átt, 13-18 m/s við norðaustur- og austurströndina, en annars víða 3-10 m/s. Éljagangur eða skafrenningur norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Lægir heldur og rofar til austanlands í dag, en suðaustan 5-13 m/s og dálítil él við vesturströndina. Frost víða 4 til 15 stig, kaldast inn til landsins í nótt. Vaxandi suðaustanátt suðvestanlands í kvöld, þykknar upp og dregur heldur úr frosti.
Í morgun var 5 stiga frost í Reykjavík, Bolungarvík og á Akureyri. Á Egilsstöðum var 7 stiga frost. Kaldast var 13 stiga frost í Húsafelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024