Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spáir fjórum djúpum lægðum
Miðvikudagur 4. mars 2015 kl. 08:25

Spáir fjórum djúpum lægðum

– Lætin byrja eftir hádegi í dag.

Talsvert hvassviðri er í spákortunum fyrir næstu daga. Fjórar nokkuð krappar lægðir eru í kortunum með ýmist roki og rigningu eða roki og snjókomu nær sleitulaust næstu vikuna. Lætin byrja í dag og skv. spám teygja þau sig yfir á þriðjudag/miðvikudag í næstu viku. Veður verður að öllum líkindum einna verst fyrri part föstudagsins, en þá er einnig stórstreymi.

Á vefsíðu Veðurstofu Íslands segir að vaxandi SA-átt sé sunnan- og vestan til og búast má við að þykkni upp. Frost verður 0 til 8 stig. Suðaustan 18-25 m/sek með snjókomu undir hádegi, fyrst SV-lands. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024