Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spændi upp sleðabrekku
Sunnudagur 20. janúar 2013 kl. 07:20

Spændi upp sleðabrekku

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að bifreið sæti föst í sleðabrekku í þéttbýli í umdæminu. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang sat bíllinn pikkfastur í brekkunni og voru fjögur ungmenni á stjákli í kringum hann. Djúp hjólför voru í jarðveginum eftir aksturinn og búið að spæna upp grassvörðinn við að reyna að losa bílinn.

Tæplega tvítugur piltur játaði að hafa ekið og gaf hann skýringar á athæfinu, sem lögregla taldi ekki trúverðugar. Pilturinn á yfir höfði sér kæru fyrir akstur utan vega og broti á lögum um náttúruvernd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024