Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spægipylsufjall í Leifsstöð
Miðvikudagur 31. október 2007 kl. 15:17

Spægipylsufjall í Leifsstöð

Það sem af er þessu ári hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli  gert upptæk fimm tonn af kjötvöru. Athygli vekur að þar af eru 1,7 tonn af spægipylsu, segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins í dag.

Innan tveggja ára mega íslenskir ferðalangar koma heim með spægipylsur frá Evrópusambandinu. Sömuleiðis verður fólki hleypt inn í landið með hrátt kjöt og egg. En þangað til mun tollurinn áfram taka spægipylsur af fólki.

Ísland verður brátt aðili að Matvælaöryggisstofnun Evrópu og innan 2 ára verður heimilt að koma með hrátt kjöt frá Evrópu. Nú er bannað að koma með ósoðna kjötvöru en spægipylsur teljast ósoðin kjötvara. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Suðurnesjum, segir marga halda annað.

Kári bætir við á ruv.is að þegar innflutningur á hráu kjöti verður leifður innan tveggja ára verði áfram takmarkanir á því magni sem fólk megi taka með sér af matvöru til landsins. Aðeins megi taka með sér þrjú kíló af matvöru. Hann minnir á að ef fólk kaupir mikið sælgæti sé það ekki lengi að fylla kvótann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024