Spáð snælduvitlausu veðri næstu nótt
Í morgun kl. 06 var suðvestan 8-15 m/s víðast hvar, en sums staðar hvassari norðantil. Dálítil úrkoma á stöku stað um landið vestanvert, en annars skýjað með köflum. Hiti frá frostmarki á láglendi upp í 6 stiga hita, hlýjast í Hvanney.
Yfirlit:
Um 600 km SSA af Hvarfi er vaxandi 974 mb lægð, sem fer allhratt N., en yfir Bretlandseyjum er 1046 mb hæð. Yfirlit gert 22.12.2006 kl. 03:10
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi um vestanvert landið í nótt og fram eftir morgundegi. Spá: Minnkandi suðvestanátt og stöku él vestantil. Vaxandi suðaustanátt um hádegi með rigningu, 13-20 m/s síðdegis, fyrst suðvestantil. Suðlægari í kvöld, en suðvestan 18-25 eftir miðnætti, hvassast við vesturströndina. Lægir smám saman á morgun, fyrst um landið suðvestanvert. Vaxandi suðaustanátt suðvestanlands síðdegis. Hlýnandi, hiti víða 3 til 10 stig síðdegis, hlýjast norðaustan- og austanlands í nótt og á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Gengur í suðaustan 15-20 m/s með rigningu eftir hádegi. Suðlægari og heldur hægari um tíma í kvöld. Suðvestan 20-25 og skúrir í nótt, en lægir í fyrramálið. Vaxandi suðaustanátt síðdegid á morgun. Hlýnandi, hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Mynd: Veðurhorfur næsta sólarhrings eru ekki hagstæðar fyrir strandstaðinn við Sandgerði.
Loftmynd: Ellert Grétarsson - [email protected]