Spáð snælduvitlausu veðri í nótt og á morgun
Veðurstofan varar við stormi, eða 23-28 metrum á sekúndu og slyddu eða rigningu á landinu öllu á morgun. Gert er ráð fyrir ört vaxandi austan- og suðaustanátt og slydda sunnanlands í nótt en að talsvert lægi síðdegis á morgun. Þá fari veður hlýnandi. Í morgun var suðvestlæg átt, víða 8-13 m/s og dálítil él, en hægari og léttskýjað austanlands. Hiti var kringum frostmark á láglendi. Í dag verður suðvestan 8-15 m/s og él, en skýjað með köflum og þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið síðdegis. Hiti verður í kringum frostmark.Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu á morgun.
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s og él, en skýjað með köflum og þurrt norðaustan- og austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið síðdegis. Hiti í kringum frostmark. Ört vaxandi austan- og suðaustanátt og slydda sunnanlands í nótt. 20-28 m/s og slydda eða rigning á morgun, en lægir talsvert síðdegis. Hlýnandi veður.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-15 m/s og él. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti nálægt frostmarki. Vaxandi suðaustanátt og slydda í nótt. Suðaustan 23-28 og rigning á morgun, en lægir talsvert síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu á morgun.
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s og él, en skýjað með köflum og þurrt norðaustan- og austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið síðdegis. Hiti í kringum frostmark. Ört vaxandi austan- og suðaustanátt og slydda sunnanlands í nótt. 20-28 m/s og slydda eða rigning á morgun, en lægir talsvert síðdegis. Hlýnandi veður.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-15 m/s og él. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti nálægt frostmarki. Vaxandi suðaustanátt og slydda í nótt. Suðaustan 23-28 og rigning á morgun, en lægir talsvert síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.