Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 12:02

Spáð ofsaveðri í dag: fólk hvatt til að huga að lausum munum

Veðurstofan gerir ráð fyrir ofsaveðri suðvestanlands í dag og sagði Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að hann byggist við að veðrið myndi ná hámarki um klukkan 16:00 í dag og myndi ganga niður á nokkrum tímum. Haraldur sagði aðspurður að þetta gæti orðið versta veður sem komið hefði á þessum vetri: „Við gerum ráð fyrir að vindáttinn verði hásunnan eða suð suðvesta og að vindhraði verði um 30 metrar á sekúndu.“ Fólk er hvatt til að huga að lausum munum.
Ný veðurspá kemur frá Veðurstofu Íslands klukkan 13:00 í dag. Sérstök veðurvakt verður á Víkurfréttum í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024