Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Spáð í sumarið í nýjustu Víkurfréttum
Miðvikudagur 21. apríl 2021 kl. 01:44

Spáð í sumarið í nýjustu Víkurfréttum

Víkurfréttir koma út í dag. Blaðið er komið úr prentun og bíður dreifingar en blaðið verður komið á alla okkar helstu dreifingarstaði um hádegi í dag, miðvikudag.

Blað vikunnar er fjölbreytt að vanda. Við birtum fjölmörg viðtöl við fólk þar sem það gerir upp veturinn og spárir í komandi sumar. Fleiri slík viðtöl verða einnig í næstu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við förum á hestbak í blaði vikunnar og ræðum við formann Hestamannafélagsins Mána.

Tónlistarkonan Harpa Jóihannsdóttir er einnig í áhugaverðu viðtali sem einnig má nálgast í hlaðvarpi.

Við höldum áfram að gera gosinu í Fagradalsfjalli góð skil og birta glæsilegar myndir frá eldstöðvunum.

Doddi litli ræðir um gamlan draum eða gráan fiðring.

Rúnar Þór Sigurgeirsson er í viðtali á íþróttaopnu og þar er einnig Jón Ingi Íslandsmeistari 40+ í snóker.

Fastir liðir eins og Lokaorð og aflafréttir eru á sínum stað, auk nýjustu frétta frá svæðinu.

Þá má að lokum geta þess að Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja mun bjóða upp á beint streymi frá Aldamótatónleikum á vf.is á föstudagskvöld. Rætt er við formann og framkvæmdastjóra NFS í Víkurfréttum í þessari viku.