Spáð hvassviðri eða stormi með ofankomu og skafrenningi
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri eða stormi með ofankomu og skafrenningi á morgun, þriðjudag, á Faxaflóasvæðinu, hvassast og úrkomumest norðantil. Búast má við lélegu skyggni, segir einnig á vef Veðurstofunnar sem hefur lýst yfir gulri viðvörun fyrir Faxaflóa.
Í gær, sunnudag, gekk vonsku veður yfir Reykjanesskagann og á Keflavíkurflugvelli fóru flugsamgöngur úr skorðum vegna veðurs um tíma. Flugvélar á leið til landsins þurftu m.a. að hringsóla við landið áður en þær gátu lent þar sem ítrekað þurfti að moka flugbrautir eftir hríðarbyli og skafrenning.
Myndirnar voru teknar á Keflavíkurflugvelli um kl. 18 í gær þar sem flugvallarstarfsmenn unnu við erfiðar aðstæður. VF-myndir: Hilmar Bragi