Sóttur vélarvana í stórsjó út af Garðskaga
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sótti Gulltopp GK vélarvana í stórsjó út af Garðskaga í gærkvöldi. Gulltoppur hafði fengið í skrúfuna og varð stjórnlaus. Útkallið kom á sjöunda tímanum í gærkvöldi og kom björgunarskipið með skipið í togi til Keflavíkurhafnar á miðnætti.
Óhætt er að segja að Gulltoppur GK hafi verið í stjórsjó þegar björgunarskipið kom að honum. Að sögn stjórnenda á björgunarskipinu var ölduhæðin um sjö metrar en þegar Hannes Þ. Hafstein kom að Gulltoppi GK um 7 sjómílur NNV af Garðskaga. Drátturinn til Keflavíkur gekk hægt en þangað voru skipin komin á miðnætti. Þá kannaði kafari ástandið á skrúfunni. Kom í ljós að keðja hafði farið í skúfuna og fest hana.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í nótt þegar skipin komu til hafnar í Keflavík. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson