Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóttu vélarvana handfærabát í nótt
Oddur V. Gíslason. Mynd: Landsbjörg
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 10:18

Sóttu vélarvana handfærabát í nótt

– dreginn til Grindavíkur

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík var kallað út í nótt til að sækja bilaðan handfærabát. Vélarbilun varð þegar báturinn var staddur um 10 sjómílur suður af Grindavík.

Þrír menn voru á handfærabátnum. Björgunaraðgerðin tókst vel en gott sjóveður var í nótt og kom björgunarskipið með bátinn til Grindavíkur undir morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024