Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sóttu veikan sjómann í skip utan við Sandgerði
Föstudagur 22. apríl 2022 kl. 15:51

Sóttu veikan sjómann í skip utan við Sandgerði

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út í gærmorgun vegna veikinda um borð í íslensku línuskipi, Fjölni GK frá Grindavík, sem var á veiðum 64 sjómílur vestur af Sandgerði.

Þegar komið var að skipinu var farið yfir framkvæmd hífinganna með áhöfn skipsins sem kunni vel til verka og gengu aðgerðirnar afar vel í blíðskaparveðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aukin þjálfun sem sjómenn hafa hlotið í Slysavarnaskóla sjómanna á undanförnum áratugum hefur auðveldar störf þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar til muna enda skiptir góð þjálfun sérlega miklu máli þegar mikið liggur við.

Meðfylgjandi myndband af fésbókarsíðu Landhelgisgæslunnar sýnir sjónarhorn sigmanns Landhelgisgæslunnar í umræddu útkalli.