Sóttu slasaðan sjómann í línubát
Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík barst í gærkvöldi beiðni um að sækja sjómann út í 60 tonna línubát frá Grindavík sem var að veiðum um 100 sjómílur vestur af Reykjanesi. Hafði sjómaðurinn fengið öngul í hendina. Björgunarsveitin hélt á móti bátnum á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni og kom að honum rúmlega 2 í nótt eftir 57 sjómílna siglingu frá Grindavík.
Samkvæmt upplýsingum frá Þorbirni gekk vel að ferja sjómanninn slasaða milli skipa þrátt fyrir mikla öldu en norðan kaldi var á staðnum. Komið var með manninn í land í Grindavík um klukkan 7 í morgun.
Fiskibáturinn var við línuveiðar og kræktist öngull í hendi mannsins þegar verið var að leggja línuna. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður. Mbl.is greindi frá.
Samkvæmt upplýsingum frá Þorbirni gekk vel að ferja sjómanninn slasaða milli skipa þrátt fyrir mikla öldu en norðan kaldi var á staðnum. Komið var með manninn í land í Grindavík um klukkan 7 í morgun.
Fiskibáturinn var við línuveiðar og kræktist öngull í hendi mannsins þegar verið var að leggja línuna. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður. Mbl.is greindi frá.