Sóttkví aflétt á D-deild HSS
Sóttkví á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur verið aflétt. Þrátt fyrir að sóttkvíinni hafi verið aflétt er fólk, sem hefur verið veikt eða verið innan um veika einstaklinga undanfarna daga, vinsamlegast beðið um að koma ekki í heimsókn á deildina, segir í tilkynningu frá Bryndísi Sævarsdóttur, deildarstjóra D-deildar á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.