Sóttkví á Suðurnesjum?
Víkurfréttir hafa heimildir fyrir því að nokkrir aðilar hafa nú þegar sóst eftir lóð á Suðurnesjum undir sóttkví fyrir innflutt dýr. Eins og hefur verið fjallað um í fréttum upp á síðkastið þá er aðeins ein slík stöð á landinu en það er í Hrísey. Sú staðsetning er samt sem áður talinn afar óheppileg.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps barst bréf frá Steinunni Geirsdóttur, dýralækni í Hafnarfirði, þar sem spurt var um hugsanlega lóð undir einangrunarstöð fyrir innflutt dýr . Samkvæmt svari Vatnsleysustrandarhrepps liggur slík lóð ekki á lausu eins og er.
Annar aðili á í viðræðum við Reykjanesbæ um slíka lóð en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum enn sem komið er.
Stefán Björnsson, umsjónarmaður Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey, óttast enga samkeppni. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri með biðlista fram á næsta ár og þar afleiðandi myndi önnur sóttkví ekki hafa áhrif á rekstur einangrunarstöðvarinnar í Hrísey.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps barst bréf frá Steinunni Geirsdóttur, dýralækni í Hafnarfirði, þar sem spurt var um hugsanlega lóð undir einangrunarstöð fyrir innflutt dýr . Samkvæmt svari Vatnsleysustrandarhrepps liggur slík lóð ekki á lausu eins og er.
Annar aðili á í viðræðum við Reykjanesbæ um slíka lóð en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum enn sem komið er.
Stefán Björnsson, umsjónarmaður Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey, óttast enga samkeppni. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri með biðlista fram á næsta ár og þar afleiðandi myndi önnur sóttkví ekki hafa áhrif á rekstur einangrunarstöðvarinnar í Hrísey.