Sótt um Bláfána fyrir smábátahöfnina í Gróf
Framkvæmdastjóri Reykjaneshafnar hefur lagt fram umsókn um Bláfána í smábátahöfnina í Gróf. Umbætur og skiltagerð í tengslum við það að uppfylla skilyrði sem Landvernd setur til að fá að flagga Bláfánanum eru óverulegar og innan ramma fjárhagsáætlunar Reykjaneshafnar.
Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar væntir þess að umsóknin verði samþykkt og felur framkvæmdastjóra að fylgja umsókninni eftir.