Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sótsprenging í bátskamínu
Laugardagur 5. apríl 2014 kl. 07:19

Sótsprenging í bátskamínu

Lögreglan á Suðurnesjum fékk í vikunni tilkynningu um eld í báti sem lá bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Hafði vegfarandi orðið var við reyk sem lagði frá bátnum og lét vita. Þegar að var komið reyndist hafa orðið sótsprenging í kamínu í honum. Nokkur reykur var í lúkarnum, en skemmdir, af völdum sprengingarinnar, reyndust óverulegar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024