Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sorptunnuvinna Sigurvonar gaf af sér tvö fjórhjól
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 4. október 2023 kl. 12:47

Sorptunnuvinna Sigurvonar gaf af sér tvö fjórhjól

Félagar í Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði ákváðu að gefa sér afmælisgjöf í tilefni af 95 ára afmæli björgunarsveitarinnar um þessar mundir. Keypt voru tvö fjórhjól til sveitarinnar.

„Með gíðalega öflugri liðsheild tókst okkur að safna fyrir þessum hjólum í sumar og munar þar mest um tunnuverkefnið okkar,“ segir á fésbókarsíðu sveitarinnar. Sigurvon tók í sumar þátt í því að setja saman og dreifa nýjum sorptunnum á Suðurnesjum. Afraksturinn af þeirri vinnu fór m.a. í að kaupa fjórhjólin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurvon 4 og Sigurvon 5 sem eru fjórhjóla af gerðini Can-Am Outlander MAX XT-P 1000 T. Hjólin höfðu viðkomu hjá Fjöltaki í Grindavík og fengu þar aukarafmagn og merkingar.

„Það er ekki nokkur vafi að nýju hjólin eiga eftir að nýtast okkur vel á komandi árum,“ segir í tilkynningu Sigurvonar.