Sorpsöfnun í Grindavík
Bæjarráð Grindavíkur hefur óskað eftir því við stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja að hún taki við rekstri sorpsöfnunar í Grindavík og reki aðstöðuna sem hluta af sorpeyðingarstöðinni. Einari Njálssyni, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var falið að rita stjórn sorpeyðingarstöðvarinnar bréf, en svar hefur ekki enn borist.