Sorphirða gengur hægt í rokinu
Sorphirða í Reykjanesbæ hefur gengið hægt í allan morgun. Starfsmenn Njarðtaks, sem sér um sorphreinsun á svæðinu, hafa þurft að beita öðrum aðferðum en vanalega. Í stað þess að safna tunnum út á götu hafa þær verið losaðar jafnóðum í ruslabílinn.Þessi aðferð er mun erfiðari. Öllu jafna væru ruslakarlarnir löngu farnir heim að sofa, en þeir mæta til vinnu uppúr kl. 04 alla virka daga. Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri Njarðtaks átti von á að sorphreinsun myndi ljúka nú í hádeginu. Meðfylgjandi mynd var tekin á Austurbrautinni í Keflavík nú fyrir hádegið.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson