Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. desember 2003 kl. 15:50

Sorphirða á Suðurnesjum: Lægsta tilboðið kom frá Fáskrúðsfirði

Fjögur tilboð bárust í sorphirðu á Suðurnesjum en tilboðin voru opnuð í morgun. Lægsta tilboðið barst frá Gáma- og tækjaleigunni ehf. á Fáskrúðsfirði upp á 794.040 kr. fyrir hverja sorphreinsun. Gert er ráð fyrir því að sorphirða eigi sér stað á tíu daga fresti, þannig að sorp er tekið frá heimilum 37-38 sinnum á ári. Næst lægsta tilboðið átti Suðurvirki upp á 835.140 kr., Njarðtak var með þriðja lægsta tilboðið uppá 849.150 kr. og Íslenska gámafélagið bauð 933.600 kr. í verkið. Kostnaðaráætlun Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hljóðaði upp á 950.000 kr.

Næsta skref í málinu er að óska eftir gögnum um lægstbjóðanda en niðurstöðu er að vænta á milli hátíða hvaða tilboði verður tekið. Þrettán aðilar sóttu útboðsgögn í þessu útboði sem samkvæmt kostnaðaráætlun kostar sorphirða 180 milljónir króna á fimm ára tímabili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024