Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sorpgámar brunnu á Vallarheiði
Fimmtudagur 29. maí 2008 kl. 22:12

Sorpgámar brunnu á Vallarheiði

Eldur var borinn að sorpgámum í íbúðabyggðinni á Vallarheiði nú í kvöld. Mikinn reyk laggði yfir byggðina frá brennandi gámunum. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og réði það niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Nokkrir sorpgámar brunnu auk þess sem steinveggur sviðnaði undan hitanum frá eldinum. Ekki var hætta á að eldurinn bærist í nálægt fjölbýlishús, en námsmannaíbúðir fyrir háskólafólk er á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-símamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson