Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sorp og ónýt húsgögn skilin eftir í skjóli nætur
Mynd frá Guðbjörgu Sigurðardóttur
Þriðjudagur 6. ágúst 2013 kl. 10:18

Sorp og ónýt húsgögn skilin eftir í skjóli nætur

Starfsfólk Rauða Krossins hefur áhyggjur af þróun mála.

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fólk skilji eftir sorp og húsgögn hjá húsnæði Rauða Krossins á Smiðjuvöllum, en þar eru gámar sem ætlaðir eru eingöngu undir fatnað. Rauði Krossinn hefur lengi safnað fatnaði sem er flokkaður og notaður á ýmsan hátt, m.a. er hann seldur í Rauðakrossbúðunum, gefinn þurfandi fólki hér á landi sem og erlendis. Ágóðinn rennur allur í Hjálparsjóð Rauða Krossins. 

Rauði Krossinn á Suðurnesjum fær mikið af fatnaði gefins frá Suðurnesjabúum og eru samtökin þakklát fyrir það. Því miður er þó orðið ansi algengt að skilin séu eftir ónýt húsgögn, raftæki, jarðvegsafgangar og fleira.  Í skjóli nætur eru hlutirnir skildir eftir fyrir framan húsið og hefur starfsfólk Rauða Krossins áhyggjur af þessari þróun. Vilja þau ítreka að Rauði Krossinn tekur aðeins við fatnaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024