Sorgleg meðferð á trjám í gamla Rockville
Eftir að svæðið í gamla Rockville á Miðnesheiði var hreinsað af byggingu, voru grenitré sem uxu á milli bygginga látin standa og settu nokkurn svip á svæðið. Trén hafa hins vegar þurft að láta undan eitt af öðru. Veðráttan hefur eitthvað að segja, en skemmdarverk á trjánum eru einnig áberandi.
Nú hefur eihverri mannvitsbrekkunni dottið í hug að bregða kaðli á eitt af trjánum og rífa það upp með rótum. Bifreið hefur verið notuð til þess og átökin verið mikil. Þá hefur annað tré á svæðinu verið sagað niður.
Umgengni um svæðið er heldur ekki alltaf til fyrirmyndar, en reglulega eru fluttar af því fréttir þegar rusli er hent á svæðinu og jafnvel stórum bílapörtum.
Myndirnar voru teknar í síðustu viku þegar sólin lék við Suðurnesjamenn.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi