Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sony heimabíóin vinsælar fermingargjafir
Fimmtudagur 27. mars 2003 kl. 09:47

Sony heimabíóin vinsælar fermingargjafir

Í Samhæfni í Reykjanesbæ er hægt að fá margt til fermingargjafa. Þar eru hin ýmsu tölvutilboð ef fólk vill fá mikið fyrir peninginn. Samhæfni er þjónustuaðili fyrir HP-Compac og eru þeir með góð tilboð á ferðartölvum frá þeim. „Við erum einnig með hljómtæki, sjónvörp, videótæki, dvd spilara og digital myndavélar svo dæmi séu tekin“, segir Bjarni Sigurðsson hjá Samhæfni.Hann segir að heimbíóin frá Sony séu vinsælar gjafir en þau eru á mjög góðu verði. „Við erum með X-box leikjatölvuna og mikið úrval tölvuleikja. Hægt er að láta sérsmíða tölvur eftir ósk en þá kemur viðskiptavinurinn til okkar með verðhugmynd og hvað hann vilji í tölvuna og við smíðum hana“. Úrvalið í Samhæfni er mjög fjölbreytt og er sjón í raun sögu ríkari.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024