Söngur Rúnars Þórs í Noregi töfrum líkastur
„Ó, helga nótt“ í flutningi Rúnars Þórs Guðmundssonar, óperusöngvara frá Reykjanesbæ, er hápunktur mikilla jólatónleika sem haldir voru í kirkjunni í Fitjum í Noregi, gömlum vinarbæ Njarðvíkur. Rúnar Þór starfar sem smiður í Fitjum og söng með Karlakór Østernes um liðna helgi.
Gagnrýnandi hjá Fitjapóstinum, sem er fjölmiðill svipaður Víkurfréttum, á vart orð til að lýsa hrifningu sinni á Rúnari Þór. Í gagnrýni sinni á tónleikanna segir hann: „Sú staðreynd að lagið (Ó, helga nótt) gæti verið svona gott á tungumáli sem við skiljum ekki og að það gæti náð slíkum hæðum hér í Fitjakirkju, var líkast töfrum og lófaklappið ætlaði aldrei að hætta þegar söngvarinn hafði lokið flutningi sínum.
Meðfylgjandi ljósmyndir fengu Víkurfréttir frá Karvel Strømme, sem er formaður karlakórsins á staðnum. Karvel á ættir sínar að rekja til Reykjanesbæjar og kemur úr frændgarði Gríms bátasmiðs Karlssonar. Karvel og fjölskylda biðja fyrir bestu kveðjur til ættingja sinna á Íslandi.