Söngsveitin Víkingar slógu í gegn í Kórar Íslands
Söngsveitin Víkingar komst áfram eftir símakosningu í Kórar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2. Víkingarnir eru nú komnir áfram í undanúrslit eftir flutning þeirra á laginu Söknuður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Kórstjóri Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson.
Kór Keflavíkurkirkju tók einnig þátt í keppninni sama kvöld en komst ekki áfram.
Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson er kynnir þáttanna og dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.
Flutning Víkinganna á laginu Söknuður smá sjá hér fyrir neðan.