Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söngsveitin Víkingar slógu í gegn í Kórar Íslands
Þriðjudagur 3. október 2017 kl. 05:00

Söngsveitin Víkingar slógu í gegn í Kórar Íslands

Söngsveitin Víkingar komst áfram eftir símakosningu í Kórar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2. Víkingarnir eru nú komnir áfram í undanúrslit eftir flutning þeirra á laginu Söknuður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Kórstjóri Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson.

Kór Keflavíkurkirkju tók einnig þátt í keppninni sama kvöld en komst ekki áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson er kynnir þáttanna og dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Flutning Víkinganna á laginu Söknuður smá sjá hér fyrir neðan.