Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söngkonan Jóhanna Ruth fékk fjögur já
Mánudagur 1. febrúar 2016 kl. 10:00

Söngkonan Jóhanna Ruth fékk fjögur já

Jóhanna Ruth Luna Jose, 14 ára söngkona úr Reykjanesbæ, söng sig inn í hjörtu dómara og áhorfenda Ísland Got Talent á Stöð 2 í gærkvöld og fékk fjögur já.

Eftir að Jóhanna byrjaði að syngja lagið sem hún hafði valið sér stöðvaði Ágústa Eva hana og spurði hvort hún kynni annað lag. Þá söng hún Set Fire to the Rain sem þekkt er með Adelle og sló í gegn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá atriði Jóhönnu Ruthar.

Jóhanna hefur áður sungið opinberlega og sigraði Samfés fyrir rúmlega ári síðan þegar hún söng lagið Girl on Fire með Alicia Keys. Jóhanna hefur búið á Íslandi í fimm ár og er frá Filippseyjum.

Jóhanna Ruth sló í gegn á Samfés í fyrra. VF-mynd/HilmarBragi