Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. desember 2002 kl. 08:43

Sömu kröfur verða gerðar til starfsemi Laugafisks á Akranesi og gerðar voru í Njarðvík

Verið er að sækja um endurnýjun á starfsleyfi vegna hausaþurrkunarverksmiðju Laugafisks á Akranesi en sem kunnugt er ráðgerir fyrirtækið að færa þangað starfsemi sem þar hefur haft með höndum í Njarðvíkum. Nokkuð hefur borið á því að íbúar á Akranesi óttist að starfsemi Laugafisks muni koma til með að hafa í för með sér lyktarmengun og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands hafa borist fyrirspurnir um hvort aðrar reglur gildi í þessum málum á Akranesi en í Njarðvíkum þar sem starfsemi verksmiðjunnar fékkst ekki framlengt.Að sögn Laufeyjar Sigurðardóttur heilbrigðisfulltrúa á Vesturlandi gilda sömu reglur alls staðar og sömu kröfur verði gerðar til fyrirtækisins á Akranesi og gerðar voru í Njarðvík. Laufey segir að starfsleyfi Laugafisks á Akranesi sé að renna út og því þurfi fyrirtækið að sækja um endurnýjun en þess hefði þurft hvort sem er þar sem ráðgert sé að breyta verksmiðjunni og stækka hana. Heilbrigðisnefnd Vesturlands muni fjalla um umsóknina þegar hún berist.

Frá þessu er greint á vefnum skip.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024