Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sömu greiðslur í Sandgerði og Garði
Fimmtudagur 21. febrúar 2008 kl. 10:11

Sömu greiðslur í Sandgerði og Garði

Tillögur um sértækar aðgerðir í starfsmannamálum Sandgerðisbæjar og Garðs hafa verið lagðar fram og samþykktar. Eru þær í orðanna hljóðan svipaðar þeim sem hafa verið samþykktar í Vogum, en upphæðirnar eru mismunandi sem sveitarf'élögin leggja í málaflokkinn. Greiðslur til starfsmanna eru þó eins hjá Garði, Sandgerði og Vogum.

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt  að leggja tæpar 10 milljónir kr. aukalega í launagreiðslur til starfsmanna bæjarins á þessu ári.

Í Garði hafa bæjaryfirvöld samþykkt  að leggja allt að 6 milljónir kr. aukalega í launagreiðslur til starfsmanna bæjarins á árinu. Eingreiðslur til ófaglærðra starfsmanna í STFS og VSKF eru þær sömu í sveitarfélögunum þremur, Vogum, Sandgerði og Garði. Einnig greiðslur til kennara. Þá er framlag til heilsuræktar það sama.

Sjá nánari útlistun hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024