Sómabátur skemmdist mikið í eldsvoða
Eldur gaus upp í hraðfiskibáti af gerðinni Sómi 870 sem lá við smábátabryggjuna í Keflavíkurhöfn um kl. 1 í nótt. Lögregla og lið frá Brunavörnum Suðurnesja voru kölluð til og gekk greiðlega að slökkva eldinn. um tíma var óttast að eldurinn bærist í nærliggjandi báta en svo fór ekki.
Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er báturinn mikið skemmdur, ef ekki ónýtur, og er tjónið verulegt.
Loftmynd/Oddgeir - Séð yfir smábátahöfnina