Sölusamningar fyrir hundruð milljóna
Thermo-plus í Reykjanesbæ sækir á Bretlandsmarkað:Gengið hefur verið frá sölusamningi við stórfyrirtæki í Bretlandi um kaup á kælitækjum fyrir um þrjúhundruð milljónir króna á fyrsta ársfjórðingi þessa árs.Fyrir liggur að sala á árinu 2000 geti orðið allt að 750 milljónir. kr. Forráðamenn fyrirtækja í Bretlandi lofa framleiðsluvörur Thermo-plus. Tom Rosingrave, framkvæmdastjóri Thermo-plus, sagðist mjög bjartsýnn á framhaldið og fátt gæti komið í veg fyrir að Thermo-plus verði öflugt fyrirtæki. Nánar verður greint frá sókn Thermo-plus á Evrópumarkað í næsta blaði.