Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Söluhagaður á HS hlut skilar rekstrarafgangi upp á rúman 1,1 milljarð
Fimmtudagur 8. nóvember 2007 kl. 15:54

Söluhagaður á HS hlut skilar rekstrarafgangi upp á rúman 1,1 milljarð

Samþykkt endurskoðuð fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga og stofnanna bæjarsjóðs var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í fyrradag.. Sem kunnugt er seldi Sveitarfélagið Vogar hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, sem gjörbreytti forsendum upphaflegrar fjárhagsáætlunar.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar breytist í samræmi við þá tekjuhækkun og er áætlað að sveitarfélagið skili rekstrarafgangi upp á 1.109 milljónir.

Áætlað er að heildartekjur samstæðunnar aukist um 219% frá upphaflegri áætlun 2007. Sú hækkun er að mestu tilkomin vegna sölu á hlut sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja hf. Söluhagnaður er 1.071.900.000 þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnstekjuskatts, segir á vefsíðu sveitarfélagsins.

Rekstrarniðurstaða samstæðunnar með fjármagnsliðum og óvenjulegum liðum er jákvæð um 1.109 milljónir samanborið við áætlaðan halla upp á tæplega 41 milljón.

Veltufé frá rekstri samstæðunnar er áætlað að verði kr. 78,5 milljónir, samanborið við 70 þúsund kr. í upphaflegri áætlun.

Sjá nánar á www.vogar.is



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024