Sólseturshátíðin á Garðskaga hefst í dag
Fyrsti dagur sólseturshátíðar á Garðskaga er í dag. Núna eftir hádegið hófu gestir að koma sér fyrir á Garðskaga með húsbíla, tjöld og tjaldvagna. Síðdegis, eða kl. 17, opna málverkasýningar á hátíðinni.
Í kvöld kl. 20:30 verður tónlistarmaðurinn KK með tónleika í Samkomuhúsinu í Garði. Greiddur er aðgangur að þeim tónleikum og er miðaverð kr. 1500,-
Sundlaugarpartí fyrir ungmenni fædd 1993 og eldri verður síðan í sundlauginni í Garði í kvöl kl. 22:00. Skífuþeytir verður á staðnum og sér um tónlistarflutning. Aðgangur að sundlaugarteitinu er ókeypis. Aðgangur að hátíðarsvæðinu á Garðskaga er einnig ókeypis en á morgun er hápunktur hátíðarhaldanna.
Í kvöld kl. 20:30 verður tónlistarmaðurinn KK með tónleika í Samkomuhúsinu í Garði. Greiddur er aðgangur að þeim tónleikum og er miðaverð kr. 1500,-
Sundlaugarpartí fyrir ungmenni fædd 1993 og eldri verður síðan í sundlauginni í Garði í kvöl kl. 22:00. Skífuþeytir verður á staðnum og sér um tónlistarflutning. Aðgangur að sundlaugarteitinu er ókeypis. Aðgangur að hátíðarsvæðinu á Garðskaga er einnig ókeypis en á morgun er hápunktur hátíðarhaldanna.