Sólseturshátíð í Garði verður haldin fyrr að sumrinu
Sólseturshátíðin í Garði verður haldin fyrr að sumrinu á næsta ári. Þá verður dagskráin einnig viðameiri og mun jafnvel standa yfir í viku með menningartengdri dagskrá, ef tillögur ferðamálanefndar Garðs ná fram að ganga.
Almennt má segja að hátíðin hafi gengið afar vel þegar á heildina er litið. Gæslan var til fyrirmyndar, gæslumenn sýnilegir og hjálpsamir. Lýsing var í góðu lagi og jákvætt hve margir Garðbúar komu með húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna á svæðið. Ýmisleg þarf þó að skoða þegar hátíð næsta árs er skipulögð. Dagsetnig hátíðarinnar var ekki heppileg. Ekki er vafi á að menningarnótt í Reykjavík hafi dregið úr aðsókn. Mikið er um hátíðir í nágrannasveitarfélögum á þessum tíma. Tíminn frá mánaðarmórum júní, júlí að miðjum júlí er talinn heppilegastur enda afar falleg sólsetur um það leyti. Árið 2007 eru það þá 30. júní, 7. eða 14. júlí sem um er að velja. Taka þarf snemma ákvörðun um dagsetningu og auglýsa hátíðina í tíma. Skoða ber einnig hvort hefja eigi hátíðina fyrr eða jafnvel hafa menningartengda viku. Hvetja þarf bæjarbúa til að taka meiri þátt með því að skreyta með ljósaseríum eða á annan hátt auk þess að flagga, segir í fundargerð nefndarinnar.
Almennt má segja að hátíðin hafi gengið afar vel þegar á heildina er litið. Gæslan var til fyrirmyndar, gæslumenn sýnilegir og hjálpsamir. Lýsing var í góðu lagi og jákvætt hve margir Garðbúar komu með húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna á svæðið. Ýmisleg þarf þó að skoða þegar hátíð næsta árs er skipulögð. Dagsetnig hátíðarinnar var ekki heppileg. Ekki er vafi á að menningarnótt í Reykjavík hafi dregið úr aðsókn. Mikið er um hátíðir í nágrannasveitarfélögum á þessum tíma. Tíminn frá mánaðarmórum júní, júlí að miðjum júlí er talinn heppilegastur enda afar falleg sólsetur um það leyti. Árið 2007 eru það þá 30. júní, 7. eða 14. júlí sem um er að velja. Taka þarf snemma ákvörðun um dagsetningu og auglýsa hátíðina í tíma. Skoða ber einnig hvort hefja eigi hátíðina fyrr eða jafnvel hafa menningartengda viku. Hvetja þarf bæjarbúa til að taka meiri þátt með því að skreyta með ljósaseríum eða á annan hátt auk þess að flagga, segir í fundargerð nefndarinnar.