Sólríkur þjóðhátíðardagur runninn upp
Allt útlit er fyrir yndislegan þjóðhátíðardag á Suðurnesjum sem og víðar. Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Faxaflóasvæið gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 5-10 m/s og léttskýjuðu, en heldur hvassari á morgun. Hiti 10 til 17 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað og rigning eða súld norðaustantil, en þurrt að mestu vestantil. Hiti 5 til 12 stig.
Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt, skýjað eða skýjað með köflum, en dálítil væta á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, dálítil væta sunnanlands en úrkomulítið norðanlands. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt og skúrir um allt land. Hiti 8 til 14 stig.
Af www.vedur.is