Sólríkt veður
Búast má við sólríku veðri við Faxaflóann í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar sem gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og léttskýjuðu að mestu. Á morgun má búast við skúrum eða dálitlum éljum. Hiti verður um og yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s og stöku él, en vaxandi austan átt með snjókomu síðdegis, fyrst sunnantil. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Hvöss norðlæg átt og víða snjókoma, einkum um landið norðan- og austanvert. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, en annars vægt frost.
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil snjókoma eða él. Heldur kólnandi veður.
Á mánudag:
Norðlæg átt og dálítil él í flestum landshlutum og fremur kalt í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með slyddu eða snjókomu, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Heldur hlýnandi veður.