Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólríkt en kalt
Laugardagur 5. apríl 2008 kl. 09:22

Sólríkt en kalt

Það eru engin hlýindi á ferðinni þó sólríkt sé við Faxaflóann. Það verður fremur hæg norðanátt og léttskýjað í dag. Hiti um eða rétt yfir frostmarki yfir hádaginn, en 3 til 12 stiga frost í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á mánudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað, en stöku skúrir vestantil. Frostlaust sunnan- og vestanlands en annars vægt frost.

Á þriðjudag:
Norðan 5-10 m/s og snjómugga norðan- og austanlands en skýjað með köflum og stöku él sunnanlands. Frost 0 til 6 stig, en um frostmark sunnantil á landinu.

Á miðvikudag:
Austlæg átt og snjókoma eða slydda sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðaustan átt, snjókoma eða él um mest allt land. Áfram svalt í veðri.

Á föstudag:
Norðaustan átt og snjókoma norðan- og austanlands, en skýjað með köflum suðvestantil. Hiti svipaður.