Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 00:53
Sólin settist í jökulinn
Það var óvenju fallegt sólsetrið í kvöld eins og fólk sem naut náttúrunnar tók eftir. Sólin settist í kvöld í Snæfellsjökul og þessar fallegu myndir tók Einar Guðberg frá heimili sínu við Pósthússtræti í Keflavík. Roða í himninum má rekja til öskunnar úr Grímsvatnagosinu.