Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólin léttir lundina
Þriðjudagur 19. maí 2009 kl. 09:09

Sólin léttir lundina


Sólarblíðan undanfarna daga dregur fólk út í góða veðrið og sést það hvarvetna njóta þess með ýmsu móti. Margir fara út og stunda hreyfingu en göngustígar á svæðinu hafa verið iðandi af gangandi, skokkandi og hjólandi fólki að njóta veðurblíðunnar. Víst er að þetta bætir geð og léttir lund, samkvæmt því sem MBL hefur eftir geðlækni á Landsspítalanum í morgun en það eru svo sem engin ný vísindi.

Veðurspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi blíðu fram undir helgi en þá gæti farið að rigna. Í dag er gert ráð fyrir norðaustan 3-8 m/s við Faxaflóann og léttskýjuðu. Hægviðri eða hafgola á morgun og líkur á skúrum síðdegis. Hiti 11 til 18 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Sums staðar þokuloft eða dálítil súld við ströndina, einkum austanlands, en annars yfirleitt bjart. Hiti 8 til 15 stig.

Á föstudag:
Suðaustan 8-13 m/s suðvestantil, annars hægari. Skýjað að mestu og úrkomulítið um sunnanvert landið, annars víða bjart. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðaustan- og austanátt og rigning í flestum landshlutum, einkum suðaustanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austlægar áttir með vætu. Fremur milt í veðri.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Þessi gönguhópur naut kvöldsólarinnar upp í Trölladyngju í fyrrakvöld og horfði á sólina setjast á bak við Snæfellsjökul.



Svona lítur spákortið út í dag.