Sólin enn og aftur á leið í frí?
Það hefur viðrað vel í allan dag og fjölmargir verið á ferli í blíðunni. Langur góðviðriskafli á dögunum er okkur enn ferskur í minni og síðan kom „haustlægð“ og barði niður allan gróður. Síðan þá hefur veðrið verið til friðs. Nú er útlit fyrir að það þykkni upp að nýju, samkvæmt nýjustu veðurspá Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur næsta sólarhring: Hæg vestlæg átt og skýjað með köflum. Heldur vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á morgun. Suðaustan 10-15 og rigning með kvöldinu. Hiti 5 til 13 stig.
Veðurspá gerð 22. 6. 2002 - kl. 22:10
Myndin af „sólfarinu“ var tekin á Garðskaga á sumarsólstöðum. Vonandi að sólin komi fljótt aftur...
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Veðurspá gerð 22. 6. 2002 - kl. 22:10
Myndin af „sólfarinu“ var tekin á Garðskaga á sumarsólstöðum. Vonandi að sólin komi fljótt aftur...
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson