Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólfaxi kom til Íslands
Föstudagur 14. júlí 2006 kl. 18:28

Sólfaxi kom til Íslands

Ein merkasta flugvél íslenskrar Flugsögu hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli í dag, en þar var kominn gamli Sólfaxi sem flaug fyrir Flugfélag Íslands og Icelandair á árunum 1971til til 1990.

Flugvélin er merkileg að mörgu leyti. Hún var önnur vélin af tegundinni Boeing 727-100 sem kom hingað til lands, Gullfaxi var sú fyrsta, og  þriðja þotan sem var í eigu íslensks flugfélags. Þessi tegund þótti langt á undan sinni samtíð en um 1500 eintök voru framleidd á sínum tíma. Nú eru enn í notkun á milli 300  og 400 vélar.

Sólfaxi kom út úr verksmiðjunum árið 1968 og var fyrstu 3 árin í farþega og vöruflugi innan Bandaríkjanna. Eftir langa og dygga þjónustu keypti flutningaþjónustan UPS, United Parcel Service, vélina og hefur hún verið í stöðugri notkun síðan að undanskildum 3 árum sem henni var lagt sökum verkefnaskorts.

Hún kom hingað til lands á ný á leið sinni vestur um haf eftir miklar endurbætur í Írlandi og sagði flugstjórinn Jim Philips, að hún væri sem ný í dag þrátt fyrir að eiga að baki rúmlega 58 þúsund flugtíma og rúmlega 30 þúsund lendingar. Hann mærði mjög flugeiginleika hennar og sagið að hún yrði sennilega í notkun UPS næstu tvö árin en miðað við ástand hennar í dag væri hægt að fljúga henni í tuttugu ár í viðbót.

Koma Sólfaxa hingað til lands gladdi marga áhugamenn um flugsögu og verður fróðlegt að sjá hvort hann snúi aftur á fornar slóðir áður en yfir lýkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024