Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sólbrekkur að breytast í samkomusvæði fyrir svín
Þriðjudagur 21. júní 2011 kl. 10:16

Sólbrekkur að breytast í samkomusvæði fyrir svín

Lesanda Víkurfrétta blöskrar umgengni fólks í Sólbrekkuskógi við Seltjörn og sendi blaðinu nokkrar myndir því til staðfestingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég og fjölskyldan höfum gaman af að fara þarna um helgar með nesti og flotta skó, en núna um helgina ofbauð mér
umgengnin á svæðinu. Það er mikið um fjölskyldur sem fara þarna og aðkoman er ekki beint falleg fyrir þær.

Meðfylgjandi myndir eru frá staðnum fyrir ofan grillið þar sem skjólsælast er og við höfum yfirleitt borðað.

Hvað er að fólki sem gengur þarna um? Að vísu hafa salernismál verið upp og ofan en það eru salerni þarna núna. Þau eru illa haldin og nánast of viðbjóðslega umgengin til að nota,“ segir lesandinn í bréfi til blaðsins.

Hann bendir á að það sé bæði mannasaur og hundaskítur um allt, einnig rusl og sígaretturstubbar. „Hvernig dettur fólki í hug að ganga svona um frábært útivistarsvæði,“ spyr lesandinn.

„Ég hef mjög oft verið þarna, bæði sumar og vetur. Þetta svæði sem er mjög flott, er farið að verða andhverfa sem fjölskyldusvæði, og breytast í samkomusvæði fyrir svín. Ég hef ekki lengur löngun til að fara þarna með börnin, þar sem ég þarf sífellt að vera á varðbergi hvort ég eða börnin séu labbandi í mannaskít eða ekki. Mér finnst þetta ótrúleg vanvirðing við annars stórkostlegt svæði fyrir fjölskyldur að verja saman tíma.

Gott fólk, hugsum um svæðið saman, höfum gaman saman, og göngum vel um, fyrir okkur og börnin“.