Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sólborg lokuð fram á mánudag
Fimmtudagur 29. september 2022 kl. 13:24

Sólborg lokuð fram á mánudag

Leikskólinn Sólborg í Sandgerði verður lokaður fram á mánudag. Mygla fannst í skólahúsnæðinu og þarf að bregðast hratt við. Foreldrar barna á leikskólanum fengu bréf í gærkvöldi sem má lesa hér að neðan.

Kæru foreldrar
 
Á síðustu vorönn óskaði leikskólastýra Sólborgar eftir því við Suðurnesjabæ að gerð yrði úttekt og mygluprófun á leikskólahúsnæðinu. Sú prófun var gerð af verkfræðiskrifstofunni Mannviti þann 30. ágúst síðastliðinn og hafa niðurstöður nú borist. Fulltrúar Hjallastefnunnar og Suðurnesjabæjar funduðu um málið í morgun.
 
Staðan er þannig að mygla fannst á nokkrum stöðum í stærri byggingunni hjá okkur og augljóst að bregðast þarf við, hratt og örugglega og verður það gert. Í þessum skrifuðu orðum er verið að tala við iðnaðarmenn og skipuleggja næstu vikur þannig að við getum haldið úti starfi á meðan framkvæmdir fara fram.
 
Staðan er talsvert alvarlegri í Brúna húsi og tekin hefur verið sú ákvörðun að loka því húsnæði eftir daginn í dag og færa yngstu börnin okkar yfir í Gula hús og þau rými sem við megum ekki starfa  verða afmörkuð og tekin úr notkun meðan lagfæringar fara fram.
 
Suðurnesjabær og Hjallastefnan hafa tekið sameiginlega ákvörðun og vilja bregðast hratt við til að leita lausna og loka því leikskólanum fram á mánudag.
 
Á morgun, fimmtudag, verðum við með neyðaropnun fyrir þá foreldra sem geta alls ekki fundið út úr morgundeginum öðruvísi. Á föstudaginn er leikskólinn lokaður fyrir öll börn.
 
Við munum hringja í alla foreldra núna seinni partinn og í kvöld en gott væri að fá upplýsingar með tölvupósti á [email protected] frá þeim foreldrum sem við náum ekki í og þurfa nauðsynlega vistun á morgun, upp á skipulag starfs.
 
Þetta er gert með hag barnanna í huga. Eins þurfum við tíma til að fara í tilfærslur á húsbúnaði, meta hvað þarf að henda og hvað má nota og fáum við fagfólk til þess
 
Ljóst er að við þurfum, tímabundið, að færa einhverja nemendahópa í önnur húsnæði í sveitarfélaginu og er sú vinna nú þegar komin af stað.
 
Það er mikilvægt að það komi fram að Suðurnesjabær og Hjallastefnan eru og munu vinna þétt saman og unnið verður af heiðarleika og vandað til verka.
 
Við gerum okkur grein fyrir því að raskið verður talsvert fyrir ykkur og ykkar börn og þykir það að sjálfsögðu mjög leitt.
 
Þið fáið frekari upplýsingar um skólastarfið í næstu viku um leið og línur skýrast.
 
Við óskum sömuleiðis eftir stuðningi frá ykkur og trausti.
 
Fyrir hönd Suðurnesjabæjar og Hjallastefnunnar,
Hanna J. Þórsteinsdóttir, skólastýra
Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024