Sól og blíða um helgina
Austan 3-8 m/s og léttskýjað að mestu. Hægari síðdegis og þykknar upp. Dálítil rigning um tíma í kvöld. Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun og léttir til. Hiti 14 til 20 stig, en 7 til 11 í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag og mánudag:
Hægviðri eða hafgola. Yfirleitt skýjað við norður- og austurströndina og sums staðar þoka, en annars bjartviðri. Hiti 8 til 22 stig, svalast í þokunni en hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Áframhaldandi góðviðri með hlýindum og björtu veðri víða um land. Hætt við þokubökkum úti við sjóinn.
Á fimmtudag:
Hæg vestlæg átt og skýjað að mestu og sums staðar skúrir. Hiti 8 til 18 stig.