Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sóknir Njarðvíkurprestakalls sameinast
Miðvikudagur 20. desember 2023 kl. 06:04

Sóknir Njarðvíkurprestakalls sameinast

Kirkjusóknir Njarðvíkurprestakalls voru sameinaðar í eina sókn, Njarðvíkursókn, með ákvörðun kirkjuþings 30. nóvember sl. Hafa sóknirnar verið tvær í áratugi og prestar Njarðvíkurprestakalls hafa þjónað Njarðvíkurkirkju í Innri Njarðvík og Ytri Njarðvíkurkirkju. Höfuðkirkja nýs safnaðar verður Njarðvíkurkirkja sem vígð var 1886. Prestar og starfsmenn hafa aftur á móti aðsetur í Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Á fyrsta fundi nýrrar sóknanefndar var Silja Dögg Gunnarsdóttir kjörin formaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Safnaðarmeðlimir eru á sjöunda þúsund sem gerir nýja Njarðvíkursókn þá stærstu á Suðurnesjum.

Prestar eru tveir, sr. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur, og sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Starfsmenn eru fjórir.